Myndir og teikningar
Hér eru nokkrar myndir og teikningar sem varða flóðið 26.10.1995 Mér þætti vænt um ef þeir sem þetta skoða vildu vera svo vænir að senda mér myndir og/eða upplýsingar sem varða snjóflóðið 1995. Minningarbrot, myndir, teikningar, sögur, samtöl, video-upptökur eða hvaðeina sem varðar þetta mikla flóð. Netfang mitt er efg567@simnet.is
Súkkulaðikannan hennar Gullu, ömmu og mömmu. Sjá söguna á þessari slóð: http://efg.is/index.asp?cat=58&page=555 Þessi mynd er tekin af Eyrarfjalli og Skollahvilft 5. apríl 1994 og sýnir gífurlega snjósöfnun í fjallinu. Þessi mynd sýnir eyðilegginguna. Tekin af erlendri heimasíðu. Mynd af netinu sem sýnir glögglega varnargarðana sem byggðir voru eftir flóðið. Úrklippa úr blaði. Út um allt land var fólk að rétta hjálparhönd. Bara lítið dæmi. Hér er komið fram á vor. Mikið var lagt í að reyna að bjarga heillegum munum úr rústum húsa. Minningarsteinninn um þau 20 sem fórust í flóðinu fyrir framan kirkjuna á Flateyri. Ljóð Guðmundar Inga Kristjánssonar neðst. Þetta er ein af örfáum myndum sem við eigum af Unnarstígnum fyrir flóð. Gunnar Guðmundsson tók myndina. Þessi mynd er úr DV þann 27. október 1995 og er einnig að finna undir almennu efni um flóðið hér á heimasíðu minni, undir Grétar Örn Eiríksson situr á þakkantinum á húsinu okkar og glugginn er hjónaherbergisglugginn. Hér eru björgunarsveitarmenn að leita í rústum hússins okkar að Unnarstíg 3. Guðjón frændi að leita í rústum síns húss og Palli Önna kemur að spjalla. Hús Guðjóns frænda og Bjarnheiðar fór í tvennt. Efri hæðin flaut með flóðinu meðfram okkar húsi.














Ýmsir vestfirskir tenglar

Áhugavert

Flokksstarfið

Sveitarfélög





© Eiríkur Finnur Greipsson | Vefsmíði: Styx ehf./Magnús Háv.