Ísland er land þitt
Ég hef ferðast um stærstan hluta Íslands. Flestar myndir sem ég hef tekið í gegnum árin eru teknar á vél með filmu og framkallaðar á pappír.
Hér gefur hins vegar að líta nokkrar stafrænar myndir, sumar reyndar skannaðar en flestar teknar með stafrænum myndavélum.
Þær myndir sem ekki eru teknar af mér eru merktar með nafni myndatökumanns og birtar með leyfi viðkomandi.