Á síðastliðnum vikum og mánuðum hefur bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar látið vinna úttekt á rekstri og stöðu bæjarsjóðs. Í þá úttekt var ráðinn Haraldur Líndal Haraldsson ráðgjafi og fyrrum bæjarstjóri hér í bæ, en skýrslan er unnin með fullri vitund og stuðningi Eftirlitsnefndar sveitarfélaga. Haraldur skilaði skýrslu sinni nú fyrir nokkru. Bæjarstjórn ákvað það samhljóða að ráða Harald í þessa vinnu og að haldinn yrði almennur borgarafundur um niðurstöður skýrslunnar.
Skýrslan og sú vinna og ákvarðanir sem ...
Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forsætisráðherra frú Jóhanna Sigurðardóttir, ráðherrar, alþingismenn og aðrir virðulegir þjóðhátíðargestir!
Velkominn til Hrafnseyrar!
Hún móðir mín sagði við mig fyrir nokkrum árum, þegar ég hafði bjargast úr miklum lífsháska: „Ég held að þú sért fæddur undir heillastjörnu Eiríkur minn!“ Svo virtist hún hugsa sig um smá stund og sneri sér aftur að mér og sagði með áherslu í röddinni: „En fyrir alla muni, ekki treysta á það!“
Í sama ljósi hef ég séð störf Hrafnseyrarnefndar og ...
Nánast á sama tíma og grein mín hér á síðunni "Hrafnseyri við Arnarfjörð," var birt, kom fram ritstjórnargrein í vikublaðinu Bæjarins besta sem fjallar um sama mál og er tilefni þessara skrifa minna um sama mál og fyrri grein.
Í forystugreininni er tekið undir tilhæfulausar dylgjur og í raun er hallað svo réttu máli að mig óar við, samanber: „En hví hrökkva þeir félagar, Hallgrímur og Þórður svo illilega við? Höggið kemur frá Vegagerðinni, sem vegna fyrirhugaðra hátíðarhalda á næsta ári til að minnast 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar, hyggst leggja nýja heimreið að bænum auk fjölda ...
Eftirfarandi grein birtist á vefmiðlinum www.bb.is, mánudaginn 16. ágúst og í Morgunblaðinu þann 19. ágúst 2010.
Nú standa yfir framkvæmdir á Hrafnseyri við breytingar á safni Jóns Sigurðssonar forseta, mannsins sem fékk grafskriftina: „Óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur.“
Framkvæmdirnar eru liður í fyrirhuguðum hátíðarhöldum vegna 200 ára afmælis okkar kæra þjóðfrelsisforingja. Mannsins sem að blés íslenskri alþýðu kjark í brjóst til að berjast til sjálfsbjargar og sjálfstæðis. Mannsins sem enn er vitnað til þegar efla þarf ...
Ágæti kjósandi.
Í sveitarstjórnarkosningunum þann 29. maí í vor, bjóða Sjálfstæðismenn í Ísafjarðarbæ fram hóp kraftmikils fólks til setu í bæjarstjórn kjörtímabilið 2010 til 2014. Listann skipa reynslumikið fólk til að takast á við krefjandi verkefni við stjórn bæjarfélagsins. Það hefur verið mér skemmtileg og uppörvandi reynsla að vinna með þessu fólki á liðnum vikum að gerð stefnuskrár fyrir framboðslistann, sem nú hefur verið kynnt með blaðaútgáfu og á vefsíðu okkar http://isafjardarbaer.xd.is . Við göngum fram undir kjörorðinu „Af festu til framtíðar.“
Nái ...
Vestfirðir munu áfram byggja grundvöll atvinnu sinnar og lífbjargar á sjávarútveginum. Ýmislegt má gera til að efla og styrkja aðrar greinar og er það Vestfirðingum til hagsbóta en sjávarútvegurinn verður áfram hryggsúlan í uppbyggingu annars konar vaxtasprota. Eðli máls samkvæmt eru sjávarútvegsmál fyrirferðarmikil í umræðunni um uppbyggingu atvinnulífs hér á þessu svæði.
Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er ekki gallalaust enda aldrei verið fullkomið, langt í frá. Í umræðum um kvótakerfið verður að gera greinarmun á stjórnunarhlutanum og ...
Ágæti kjósandi
Hér koma spurningar blaðamanns BB og svör mín við þeim, sem birtist í blaðinu sem var útgefið í gær 4. febrúar 2010. Spurningarnar og svörin voru lögð fyrir okkur þrjú sem keppum um þriðja sætið á framboðslistanum, sem eru eins og kunnugt er auk mín Guðfinna M. Hreiðarsdóttir og Gísli Halldór Halldórsson.
Spurningarnar og svör mín:
1. Fyrir hvaða málefnum hyggstu beita þér af mestum krafti á vettvangi bæjarmála í Ísafjarðarbæ?
Svar: Megin viðfangsefni ...
Heilbrigð atvinnustefnu er grundvöllur að aukinni hagsæld í samfélaginu. Án efa stendur vilji flestra til þess að keppa að aukinni hagsæld samfélagsins fyrir alla. Samfélagi sem ég sé fyrir mér með samtvinningu á hæfilegum umsvifum hins opinbera, kröftugu atvinnulífi og stöndugum heimilum. Markmiðið er að byggja upp réttlátt samfélag í réttarríki, þar sem öllum þegnum er tryggður jafn réttur til menntunar, heilbrigðisþjónustu og búsetu.
Forsendur hagsældar eru heilbrigt atvinnulíf, í umhverfi þar sem ríkir stöðugleiki, rétt gengisskráning, lágt verðbólgustig og ...
Nú eru tímar sem reynir á. Hrunið hefur gjörbreytt umgjörð íslensks samfélags og ljóst er að erfiðleikar eru framundan. Skattahækkanir og niðurskurður hafa verið boðaðir af ríkisstjórninni, þrengt hefur verið að atvinnulífinu og auknar byrðar lagðar á almenning. Svartsýni er víða ríkjandi nú þegar orðið kreppa er á hvers manns vörum. Engu að síður er mikilvægara nú en oft áður að við Vestfirðingar missum ekki sjónar af sóknarfærunum sem hafa skapast því við erum í góðri aðstöðu til að nýta þá möguleika sem eru framundan. Í sveitastjórnarkosningunum í vor verður kosið um hvernig við ...