1.5.2012
Hér má finna tengla og vísanir á ýmsan fróðleik um flóðið.

Hér að neðan er að finna tengla eða krækjur á margvíslegan fróðleik um snjóflóðið.

Ábendingar og uppástungur um það sem betur má fara eða bæta þarf við - eða þér finnst vera ofaukið, eru vel þegnar. Sendu mér endilega rafpóst á efg567@simnet.is eða hringdu í mig í 898-5200

 

Þessi krækja sýnir þér heilsíðu á pdf formi í Dagblaðinu 27. október 1995 sem sýnir myndir og nöfn þeirra sem fórust, einnig yfirlitsmynd af þeim húsum sem flóðið féll á (hnitmiðaðar upplýsingar): Smellið hér

 

Hér er mynd í pdf af ...

1.5.2012
Endurminningar mínar um snjóflóðið.

Endurminningar um atburði snjóflóðsins á Flateyri 26. október 1995

 

 

 

 

Sá texti sem hér fer á eftir er að stofni til byggður á minningarbrotum sem ég tók saman 1. desember 1995.  Var ég þá í vinnu minni hjá Fjórðungssambandinu á Ísafirði.  Ég var þá langt frá því búinn að jafna mig ...

1.5.2012
Minningarbrot frá Smára Snæ Eiríkssyni

Smári Snær Eiríksson f: 13/08/88
Endurminning úr barnæsku rituð í nóvember 2003.

Dagur í lífi mínu


26. október 1995. Ég vaknaði kl 4 um nóttina í lítilli holu. Ég hélt ég væri uppi á háalofti. Mér var ískalt. Ég vissi ekki hvar sængin mín var. Eftir smástund kallaði Grétar bróðir á mig og ég fór upp úr holunni og spurði hvað hafi gerst? Hann sagði að það hafi fallið snjóflóð á húsið og hann sagði mér að vera kjurr, og hann ætlaði að ná í hjálp. Ég sagðist vilja koma með honum en hann sagði við mig ...

1.5.2012
Minningarbrot úr flóðinu mikla: Eiríkur H Sigurgeirsson

Nokkur minningar brot frá Snjóflóðinu á Flateyri.

Að beiðni vinar míns Eiríks Finns ákveð ég láta til leiðast og skrifa nokkur minningarbrot frá þeim skelfinlega degi 26.október 1995. Ætla ég einkum að rifja upp upphaf á flutningi björgunarfólks frá Holti til Flateyrar. Mér ferst margt betur úr hendi en skriftir og vonast ég til að viljinn verði tekinn fyrir verkið.


Flateyri 26.október 1995

Rétt um kl.04  kom Róbert Hallbjörnsson inn í herbergið til mín, en við bjuggum saman á efri hæðinn hjá Mæju blessaðri Jóhanns, og sagði að hring hefði verið og tilkynnt að snjóflóð ...

1.5.2012
Myndir... sjá myndasafnið mitt á síðunni.

Hér á siðunni eru myndir frá ýmsu er varðar flóðið. Sjá "Myndir"

Eða veljið þessa krækju!

1.5.2012
Magnea Guðmundsdóttir á ráðstefnu Slysavarnafél.Ísl.

Magnea Guðmundsdóttir á ráðstefnu hjá Slysavarnafél. Íslands:

ÁVARP.

Inngangur.

Ég vil byrja á því að þakka fyrir að fá að vera með ykkur hér í dag.  Ester Guðmundsdóttir óskaði eftir því við mig að ég flytti hér erindi, sem samanstæði af því hvernig slysið á Flateyri þann 26. október 1995, blasti við mér, hvernig er almenningur í almannavörnum og hvernig er hægt að uppfræða almenning í almannavörnum.  Ég ákvað að verða við beiðni hennar ef reynsla mín og Flateyringa gæti orðið öðrum að gagni.

Forsagan:

1.5.2012
Sagan af súkkulaðikönnunni hennar Gullu



Það gerðist margt skrítið í tengslum við snjóflóðið á Flateyri þann 26. október 1995. Megnið af persónulegum munum okkar, fjölskyldunnar að Unnarstíg 3, eyðilagðist. Þó voru ýmsir hlutir sem fundust, til dæmis hluti bókaeignar okkar, allar myndir – já allar myndir, myndbandsupptökur og allt (!) vinylplötusafnið.

Megnið af því sem fannst heillegt fannst í björgunaraðgerðum björgunarsveitarfólks, sem aðstoðaði mig, Hinrik bróðir og Guðmund mág við að leita í rústum hússins okkar.

En á þeim mánuðum sem eftirlifðu fram á vor, fóru leitarflokkar sjálfboðaliða yfir rústirnar, ...

1.5.2012
Guðmundur Ingi og ljóðið

Eftir flóðið orti skáldið Guðmundur Ingi Kristjánsson, frá Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði, eftirfarandi ljóð.

Við andvörpum hljóðlát en hugleiðum þó
hve höggið var mikið er byggðina sló.
Hún magnar sín áhrif svo orðlaus og skýr
sú allsherjar sorg er á Flateyri býr.

Og létt er að tárast á líðandi stund
og leita sem vinur á syrgjenda fund;
í harmanna tíbrá þau titra svo glöggt
þau tuttugu hjörtu sem brustu svo snöggt.

Við barnshjartað syrgjum er sviplega brast
og sjómannsins handtakið, öruggt og fast
og alla þá ...

1.5.2012
Ljóð frá Haraldi Þ Jónssyni.

Eftirfarandi ljóð barst mér í pósti frá manni sem ég þekki engin deili á. Bréfið sem fylgdi ljóði hans má nálgast með krækjunni sem er fyrir neðan ljóðlínurnar:

 

Huggunarljóð

Því fagrar liljur fölna skjótt
og fella blöð að grund
þá nöpur dauðans dimma nótt
er dapurleikans stund
en vonir glæðast vetrarhríð
mun vorsól ylja heit
og blómin aftur birtast fríð
þá bráðnar snær um sveit.

Og ljósin fögur lifna á ný
á landi eilífðar
þar blikar sunna björt og hlý
og breiðir geislafar
um himinboga ...













Ýmsir vestfirskir tenglar

Áhugavert

Flokksstarfið

Sveitarfélög





© Eiríkur Finnur Greipsson | Vefsmíði: Styx ehf./Magnús Háv.