Kynningarfundur frambjóðenda

Í kvöld var haldinn fundur til kynningar allra frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu 13. febrúar næstkomandi. Sjá myndir

 

Fundurinn tókst með miklum ágætum, og var með því sniði að frambjóðendur byrjuðu á örstuttri kynningu á sér, en þvínæst settust frambjóðendur hver og einn, hjá 3-6 fundargestum, kynntu sig og sín áherslumál og svöruðu fjölbreytilegum spurningum fundarmanna. Aðeins voru gefnar um 6 mínútur á hverju borði og þá fóru frambjóðendur að næsta borði. Þannig gekk þetta koll af kolli þar til allir frambjóendur höfðu rætt við gesti fundarins. 

Þetta form er einkar skemmtilegt og gefur kost á frísklegum umræðum og miklu meiri nánd almennra kjósenda við hvern og einn frambjóðanda.

Ég tók nokkar myndir á fundinum og hef sett þær inná myndasíðuna.













Ýmsir vestfirskir tenglar

Áhugavert

Flokksstarfið

Sveitarfélög





© Eiríkur Finnur Greipsson | Vefsmíði: Styx ehf./Magnús Háv.