Mér barst þvílíkur fjöldi heillaóska á prófkjörsdag - og eru reyndar enn að berast mér, að ég hlýt að þakka það sérstaklega. Það yljar óneitanlega að finna þann mikla stuðning sem ég hef haft og notið í þessu prófkjöri, jafnt utan Ísafjarðarbæjar sem innan hans.
Á meðal þessara kveðja eru einnig nokkrar vísur sem ég ætla að gefa ykkur sýnishorn af:
Kjósendurnir kusu rétt,
hvergi hik né doði.
Öllum fannst það einkar létt
með Eirík Finn í boði.
höf: K.B. Snorrason
Til hamingju þú sprettharði strákur
staðan er góð og gatan greið.
Nú sprettur úr spori lífsglaður fákur
stefnan er núna að fara alla leið.
höf: Sigþ. Gunnarsson